Utanvegahlaup

Kerlingarfjöll Ultra

Mögnuð hlaupaupplifun í hjarta hálendisins.

25. júlí

Kerlingarfjöll Ultra

Hálendishlaupið Kerlingarfjöll Ultra var haldið í fyrsta skipti sumarið 2024. Þátttakendur spreyttu sig á þremur hlaupaleiðum sem liggja um sundurskorin háhitasvæði, hyldjúp gljúfur, ægilega fjallstinda og að sjálfsögðu fram hjá Kerlingu—dranganum sem fjöllin draga nafn sitt af. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum enda seldist upp á aðeins örfáum dögum.  

Kerlingarfjöll Ultra verður haldið að nýju þann 25. júlí 2026. Tryggðu þér pláss svo þú missir ekki af ævintýralegustu hlaupaupplifun ársins!

Tryggðu þér pláss

Taktu daginn frá, skráðu þig og sjáðu til þess að þú missir ekki af þessari mögnuðu hlaupaupplifun á miðhálendi Íslands!

Skráning

Afhending mótsgagna

-          Þriðjudaginn 23. júlí og miðvikudaginn 24. júlí

-          Kl. 16:00-18:00

-          Verslun 66°N í Faxafeni 12

Þarna geta hlauparar í 63 km einnig skilað litlum poka sem þeir vilja geta nálgast á þar til gerðri drykkjarstöð á meðan hlaupinu stendur.

Leiðir og kort

Úrval hlaupaleiða

12 km (uppselt)

  • Rástími: kl. 13:00

  • Tímatakmörk: 4 klst.

  • Forsöluverð (gildir til 31.12.2025): 15.900 kr.

  • Almennt verð: 17.500 kr.

Skoða leið

22 km (uppselt)

  • Rástími: kl. 10:00

  • Tímatakmörk: 6 klst.

  • Forsöluverð (gildir til 31.12.2025): 17.900 kr.

  • Almennt verð: 22.500 kr.

Skoða leið

60 km (uppselt)

  • Rástími: kl. 08:00

  • Tímatakmörk: 12 klst.

  • Forsöluverð (gildir til 31.12.2025): 29.000 kr.

  • Almennt verð: 33.500 kr.

Skoða leið

Uppselt í gistingu á hóteli

Þessa helgi er uppselt í alla hótelgistingu í Kerlingarfjöllum en enn eru laus pláss á tjaldsvæði.

Ef þú vilt komast á biðlista fyrir hótelgistingu getur þú sent okkur tölvupóst á info@highlandbase.is.

Bóka á tjaldsvæði

Gisting

Við bjóðum upp á úrval gistimöguleika fyrir hlaupara sem kjósa að dvelja á staðnum, allt frá einfaldri tjaldgistingu yfir í alvöru þægindi á glæsilega hótelinu okkar.

Bóka á tjaldsvæði

Innifalið

  • Hressing og drykkir á meðan hlaupi stendur

  • Vegleg máltíð að hlaupi loknu

  • Aðgangur að Hálendisböðunum

Hálendisböðin

Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með einstakt útsýni til fjalla.

Nánar

Ævintýraleg þrekraun

Kerlingarfjöll Ultra 2025

Kerlingarfjöll Ultra

Reglur

Fylgstu með

Tryggðu þér miða í forsölu

Skráðu þig á póstlistann og vertu á meðal þeirra fyrstu til að fá fréttir af forsölu Kerlingarfjalla Ultra 2026. Fylgjendur póstlistans fá einnig fréttir af viðburðum, nýjungum, tilboðum og öðrum ævintýrum á hálendi Íslands.