
Kröftugt háhitasvæði
Ganga í Hveradali
Ganga með leiðsögn um magnað umhverfi Hveradala.
Óviðjafnanleg náttúruperla
Upplifðu undur hálendisins
Lengd
9 km
Tími
5 klst.
Hækkun
750 m
Aldurstakmark
12 ára
Erfiðleikastig
Gengið er upp í átt að Mænisjökli upp á hæsta punkt Hverabotns, þar sem stórkostlegt útsýni yfir dalinn blasir við. Hverabotn er hluti af háhitasvæði Kerlingarfjalla og er einstaklega ríkur að síbreytilegum jarðhitamyndunum. Þrátt fyrir að dalurinn sé lítill eru þar margir kraftmiklir gufuhverir, leirhverir, laugar og gufuaugu, og mistur sem ljáir umhverfinu dulrænan blæ.

Nánari upplýsingar
Tímasetning: Í boði frá 20. júní til 30. september kl 8:30.
Akstur: Hópurinn hittist ásamt leiðsögumanni í móttöku hótelsins og þátttakendur aka sjálfir að upphafsstað göngunnar.
Upphafs- og endapunktur: Bílastæðið við Hveradali.
Markverðir staðir: Hveradalir.
Verð
24.900 kr. fyrir fullorðna


Leiðarlýsing
Dagskráin hefst á hótelinu þar sem leiðsögumaður fer yfir gönguleiðina, aðstæður, veður og viðeigandi klæðnað fyrir göngu dagsins. Að því loknu aka þátttakendur að bílastæðinu við Hveradali.
Eftir að hafa skoðað okkur um svæðið göngum við aftur að bílastæðinu og endum ferð okkar á hótelinu.
